HAGKVÆMNI STÆRÐARINNAR Í FLUTNINGUM - 4. HLUTI

Um olíuálag Eimskips og Samskipa fyrir nóvember 2014 

Samkvæmt verðlista Eimskips er olíuálag (Bunker Adjustement Factor, BAF) í nóvember fyrir 20´gám til og frá Evrópu $ 256 og hafði lækkað um $ 41 síðan í september.

Normal
0




false
false
false

EN-GB
JA
X-NONE

 
 
 
 
 
 
 
 
 


 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 


 <w:LatentStyles DefLockedState="false" DefUnhideWhenUsed="true"
DefSemiHidden="true" DefQFormat="false" DefPriority="99"
LatentStyleCount="276">
…

 Þróun verðs gasolíu síðast liðna 7 mánuð. Af síðu BunkerIndex.com

Olíuálag Samskipa er í nóvember $ 245.

Eimskip vísar á Bunkerworld.com í verðlista sínum. Samkvæmt Bunkerworld.com var verðið á tonni af IFO 380 olíu $487,50 í október og hafði lækkað um $76.5 síðan í ágúst, 13.6%.

Miðað við að floti Eimskips beri að jafnaði í hverri hringferð 2619 TEU og brenni við bestu aðstæður 467 tonnum af olíu í aðalvélum, er olíunotkun á TEU pláss 179 kg í hringferð. Ef við gerum ráð fyrir 60% nýtingu pláss þá er olíunotkun á TEU pláss 298 kg. Vegna veðurs, ljósavéla (án frystigáma) og notkunar dýrari olíu í höfnum bætum við 50% þá er olíunotkun á TEU pláss 446 kg í hringferð.

Í hverri hringferð er frakt frá Íslandi og frakt til Íslands. Þannig að olíunotkun miðað við forsendur að ofan er 223 kg á legg. 

Miðað við $ 487,50 olíverð, þá er allur kostnaður vegna aðalvélarolíu $ 109 sem er ansi mikið minna en $ 256 sem Eimskip birtir á verðskrá sinni.   

Samskip virðist brenna aðeins minni olíu per gám og með sömu forsendum og að ofan þá er allur kostnaður vegna aðalvélarolíu $ 99 sem gæti útskýrt $ 11 lægri olíuálag.


Svæðið þar sem notkun þungrar olíu er bönnuð

Svæðið þar sem notkun þungrar olíu er bönnuð

Yfirvofandi er krafa um notkun olíu með aðeins 0.1% brennisteinsinnihaldi frá 1 janúar í Norðursjó sem hefur bein áhrif á 57% sigldra sjómílna í gámasiglingum milli Íslands og Evrópu, - en vegna skiptinga milli dýrari og venjulegarar olíu er rétt að notast við 60% stuðul. 

Í lok október var verð á tonni af þessari olíu í Rotterdam $ 725, sem er 59% hærra en IF 380 olíu. 

Miðað við að nota þarf dýrari olíuna á 60% hringferðar þá yrði álagið miðað við verð á IFO 380 hinn 31 október $ 456,5 og verð á 0.1% $ 725 $ 136 fyrir tímabilið frá 1 desember ef við miðum við að mánuður líði frá verði til verðlagningar.

Aukakostnaður vegna dýrari olíu verður $ 136-105= $ 31 per TEU miðað við 60% nýtingu skips fyrir borgandi frakt. Hér er miðað við vegið meðaltal félaganna (mælt í TEU).

Erlend skipafélög hafa gefið út að fyrir skip sem koma frá Asíu upp Ermasundið losa og lesta á 4-6 höfnum alla leið til Gdansk, miðað við verð á olíu í október muni þau krefja frá $ 15 (Maersk, MSC) til $ 25 (CMA)  aukalega vegna dýrari olíunnar. 

 Svo vill til að meðatals vegalengd 6 áætlana Maersk og MSC innan bannsvæðisins er 16% lengri en samsvarandi vegalengd íslenska flotans á svæðinu. Reikningslega séð, ef þau færu sömu vegalengd og íslensku skipin, ætti álagið að vera $ 13,60. 

2M skipin hafa 5.5 viðkomur að jafnaði á svæðinu. Íslensku skipin hafa 3.6 viðkomur að jafnaði á svæðinu í hverri hringferð.

Munurinn á $31 auka kostnaði íslensku félaganna og $ 13,6 hjá 2M hefur sennilega eitthvað með hagkvæmni stærðarinnar að gera.

Þegar horft er á hlutfallið milli SEskip og 2M þá virðist ljóst að amk hvað varðar þennan auka kostnað þá er álagning 2M hverfandi. Spurningin er hvað gera menn á Íslandi.